Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 19:42 Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12