Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2015 11:16 Fólk á aldrinum 20 til 40 ára er í miklum meirihluta í líffæragagnagrunni embættis landlæknis. Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“ Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“
Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00
Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51