Fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu talaði yfir hausamótunum á Tsipras Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2015 22:31 Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu. vísir/getty Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, hélt innblásna ræðu á Evrópuþinginu í dag þar sem hann ávarpaði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, með nokkrum vel völdum orðum. Mikil pressa er nú á Tsipras og ríkisstjórn hans að koma með nýjar tillögur að lausn á skuldavanda gríska ríkisins en Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur gefið Grikkjum frest fram á föstudagsmorgun til að koma með tillögur.Gríska þjóðin lagt mikið á sig öfugt við gríska stjórnmálamenn Verhofstadt sagðist í dag vera reiður út í Tsipras fyrir að hafa ekki enn komið með neitt nýtt að borðinu. Hann sagði það rétt sem Tsipras hafði sagt að gríska þjóðin hefði lagt mikið á sig vegna efnahagsástandsins en Verhofstadt sagði gríska stjórnmálamenn ekki hafa lagt jafnmikið á sig. „Ég er reiður út í þig, herra Tsipras, því þú talar um úrbætur en við sjáum aldrei neinar tillögur frá þér um úrbætur. Ég er líka reiður vegna þess að við höfum núna í fimm ár flotið sofandi að feigðarósi, að því að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og Evrópusambandið. Yfir því gleðjast öfga hægri öflin hér í salnum,“ sagði Verhofstadt.Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, á Evrópuþinginu í dag.vísir/gettyKom með fimm tillögur fyrir TsiprasVerhofstadt sagði að það væri aðeins ein leið til að koma í veg fyrir útgöngu Grikklands og það væri með ítarlegum tillögum að úrbótum í Grikklandi. Verhofstadt sagði að það þyrfti að gera fimm hluti í landinu til að koma því á réttan kjöl. „Það þarf að stöðva klíkuskapinn og setja lög vegna hans sem þú hefur ekki gert. [...] Þú þarft að skera niður í velferðarkerfinu. [...] Þú þarft að einkavæða ríkisbankana, þú þarft að opna markaðinn og það þarf að binda enda á forréttindi ákveðinna stofnanna í samfélaginu, eins og forréttindi hersins og kirkjunnar.“Alvöru leiðtogi eða falskur spámaður?Ítrekað var klappað fyrir Verhofstadt á meðan hann hélt ræðu sína sem hefur vakið mikla athygli í dag. Hann setti hana á Facebook-síðu sína og hefur henni nú verið deilt yfir 37.000 sinnum. Verhofstadt endaði ræðu sína á þessum orðum: „Hvernig viltu að þín verði minnst? Sem mistaka sem gerð voru í kosningum og gerði þjóð sína fátækari? Eða viltu þín verði minnst sem alvöru byltingamanns sem gerði úrbætur? [...] Ég veit hvað þjóðin þín vill. 80 prósent landsmanna vilja vera áfram í Evrópusambandinu svo þú hefur nú val um að vera alvöru leiðtogi en ekki falskur spámaður.“ Horfa má á ræðu Verhofstadt í heild sinni hér að neðan.I got angry this morning at Mr Tsipras, because we need to see concrete proposals coming from him. We can only avoid a #Grexit if he takes his responsibility. Watch my speech again herePosted by Guy Verhofstadt on Wednesday, 8 July 2015 Grikkland Tengdar fréttir Grikkir hamstra Apple vörur og önnur raftæki „Fólk notar peningana sína núna því það er hrætt um að ná þeim ekki úr bönkunum,“ segir starfsmaður raftækjaverslunar. 8. júlí 2015 13:06 Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Kaldur veruleiki Grikkja Engin önnur þjóð í Evrópusambandinu hefur verið leikin eins grátt af efnahagskreppunni og Grikkland. 8. júlí 2015 20:01 Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ "Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. 8. júlí 2015 10:37 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, hélt innblásna ræðu á Evrópuþinginu í dag þar sem hann ávarpaði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, með nokkrum vel völdum orðum. Mikil pressa er nú á Tsipras og ríkisstjórn hans að koma með nýjar tillögur að lausn á skuldavanda gríska ríkisins en Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur gefið Grikkjum frest fram á föstudagsmorgun til að koma með tillögur.Gríska þjóðin lagt mikið á sig öfugt við gríska stjórnmálamenn Verhofstadt sagðist í dag vera reiður út í Tsipras fyrir að hafa ekki enn komið með neitt nýtt að borðinu. Hann sagði það rétt sem Tsipras hafði sagt að gríska þjóðin hefði lagt mikið á sig vegna efnahagsástandsins en Verhofstadt sagði gríska stjórnmálamenn ekki hafa lagt jafnmikið á sig. „Ég er reiður út í þig, herra Tsipras, því þú talar um úrbætur en við sjáum aldrei neinar tillögur frá þér um úrbætur. Ég er líka reiður vegna þess að við höfum núna í fimm ár flotið sofandi að feigðarósi, að því að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og Evrópusambandið. Yfir því gleðjast öfga hægri öflin hér í salnum,“ sagði Verhofstadt.Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, á Evrópuþinginu í dag.vísir/gettyKom með fimm tillögur fyrir TsiprasVerhofstadt sagði að það væri aðeins ein leið til að koma í veg fyrir útgöngu Grikklands og það væri með ítarlegum tillögum að úrbótum í Grikklandi. Verhofstadt sagði að það þyrfti að gera fimm hluti í landinu til að koma því á réttan kjöl. „Það þarf að stöðva klíkuskapinn og setja lög vegna hans sem þú hefur ekki gert. [...] Þú þarft að skera niður í velferðarkerfinu. [...] Þú þarft að einkavæða ríkisbankana, þú þarft að opna markaðinn og það þarf að binda enda á forréttindi ákveðinna stofnanna í samfélaginu, eins og forréttindi hersins og kirkjunnar.“Alvöru leiðtogi eða falskur spámaður?Ítrekað var klappað fyrir Verhofstadt á meðan hann hélt ræðu sína sem hefur vakið mikla athygli í dag. Hann setti hana á Facebook-síðu sína og hefur henni nú verið deilt yfir 37.000 sinnum. Verhofstadt endaði ræðu sína á þessum orðum: „Hvernig viltu að þín verði minnst? Sem mistaka sem gerð voru í kosningum og gerði þjóð sína fátækari? Eða viltu þín verði minnst sem alvöru byltingamanns sem gerði úrbætur? [...] Ég veit hvað þjóðin þín vill. 80 prósent landsmanna vilja vera áfram í Evrópusambandinu svo þú hefur nú val um að vera alvöru leiðtogi en ekki falskur spámaður.“ Horfa má á ræðu Verhofstadt í heild sinni hér að neðan.I got angry this morning at Mr Tsipras, because we need to see concrete proposals coming from him. We can only avoid a #Grexit if he takes his responsibility. Watch my speech again herePosted by Guy Verhofstadt on Wednesday, 8 July 2015
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir hamstra Apple vörur og önnur raftæki „Fólk notar peningana sína núna því það er hrætt um að ná þeim ekki úr bönkunum,“ segir starfsmaður raftækjaverslunar. 8. júlí 2015 13:06 Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Kaldur veruleiki Grikkja Engin önnur þjóð í Evrópusambandinu hefur verið leikin eins grátt af efnahagskreppunni og Grikkland. 8. júlí 2015 20:01 Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ "Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. 8. júlí 2015 10:37 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Grikkir hamstra Apple vörur og önnur raftæki „Fólk notar peningana sína núna því það er hrætt um að ná þeim ekki úr bönkunum,“ segir starfsmaður raftækjaverslunar. 8. júlí 2015 13:06
Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00
Kaldur veruleiki Grikkja Engin önnur þjóð í Evrópusambandinu hefur verið leikin eins grátt af efnahagskreppunni og Grikkland. 8. júlí 2015 20:01
Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ "Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. 8. júlí 2015 10:37