Erlent

Fundu fimm stjörnu sólkerfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Um er að ræða tvö tvístirni og eina staka stjörnu sem snýst um annað tvístirnið.
Um er að ræða tvö tvístirni og eina staka stjörnu sem snýst um annað tvístirnið. Vísir/Getty
Vísindamenn hafa fundið sólkerfi sem hefur fimm stjörnur. Það er annað slíka sólkerfið sem finnst í alheiminum og er það í um 250 ljósára fjarlægð. Í sólkerfinu, sem hefur fengið hið einfalda nafn „1SWASP J093010.78+533859.5“, eru tvö tvístirni og ein stök stjarna sem snýst um annað tvístirnið.

Þegar um tvístirni eru að ræða eru tvær stjörnur á braut um hvora aðra.

Sólkerfið er einstaklega óhefðbundið.
Stjörnurnar fimm snúast um sameiginlega miðjupunkt, en þrátt fyrir það er lengra á milli þeirra en sólarinnar og Plútó.

Fundur sólkerfisins var kynntur á ráðstefnu nýverið og einnig voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar í Astronomy & Astrophysics. Sólkerfið fannst í stjörnumerkinu Stóra-Birni og voru það vísindamenn sem vinna að SuperWASP verkefninu sem fundu það.

Samkvæmt einum af höfundum rannsóknarinnar snúast stjörnurnar í öðru tvístirninu svo nálægt hvorri annarri að þær deila ytra gufuhvolfi. Það tvístirni er hið eina slíka sem hefur fundist í alheiminum.

„Þetta stjörnukerfi er sannarlega framandi. Tæknilega séð er ekki nokkur ástæða fyrir því að plánetur geti verið á sporbaug um stjörnurnar. Ef líf er í sólkerfinu horfa þau á himin sem kastar rýrð á framleiðendur Star Wars,“ segir Markus Lohr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×