Erlent

Hleyptu einungis tvisvar af vopnum sínum í fyrra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Norskir lögreglumenn verða seint sagðir skotóðir.
Norskir lögreglumenn verða seint sagðir skotóðir. vísir/epa
Norska lögreglan hleypti einungis tvisvar af byssum sínum allt árið í fyrra - án þess þó að valda neinu manntjóni.

Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar sem gefin var út í síðasta mánuði.

Þar kemur einnig fram að skotum lögreglunnar hefur fækkað um þriðjung á milli ára en árið 2013 hleypti hún alls þrisvar af vopnum sínum með þeim afleiðilegum að tveir slösuðust.

Alls drógu norskir lögreglumenn upp byssur sínar 42 sinnum á síðasta ári en það er umtalsvert sjaldnar en síðastliðinn áratug. Árin 2005 og 2010 voru skiptin 75 svo dæmi sé tekið.

Norska lögreglan hefur skotið tvo menn til bana á síðastliðnum tólf árum, árin 2005 og 2006.

Þá verður að teljast athyglisvert að árið 2011, ár hryðjuverkanna í Útey, hleypti lögreglan einungis einu sinni af vopni sínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×