Erlent

Bögglapóstur sendur með drónum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Póstdrónarnir geta flogið 10 kílómetra leið á einni hleðslu.
Póstdrónarnir geta flogið 10 kílómetra leið á einni hleðslu. Vísir/AFP
Svissneski pósturinn hefur hafið tilraunir með notkun ómannaðra loftfara, eða dróna, til að koma bögglapósti til skila.

Samkvæmt stjórnendum póstþjónustunnar munu tilraunirnar standa út þennan mánuð. Líklega mun það þó taka upp undir fimm ár fyrir þessa nýju dreifileið að komast í almenna notkun.

Drónarnir sem notaðir verða til að bera út póstinn geta borið um eitt kíló og flogið tíu kílómetra leið á einni hleðslu. Drónarnir eru tölvustýrðir og fljúga fyrir fram ákveðna leið með póstinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×