Íslenski álklasinn Ragnar Guðmundsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Klasar eru merkileg fyrirbæri sem finna má úti um allan heim og í mörgum atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, framleiðenda, birgja, þjónustuaðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasamstarf haslað sér völl á sviði jarðvarma, sjávarútvegs og ferðaþjónustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofnana stóðu að vel sóttum stofnfundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmótaðan samstarfsvettvang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir viðkomandi fyrirtæki og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekkingarsviða sem klasasamstarf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta uppspretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkomandi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sem best þau þjóðhagslegu verðmæti og sóknarfæri sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróuninni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heilbrigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjóndeildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæka og ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Klasar eru merkileg fyrirbæri sem finna má úti um allan heim og í mörgum atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, framleiðenda, birgja, þjónustuaðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasamstarf haslað sér völl á sviði jarðvarma, sjávarútvegs og ferðaþjónustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofnana stóðu að vel sóttum stofnfundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmótaðan samstarfsvettvang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir viðkomandi fyrirtæki og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekkingarsviða sem klasasamstarf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta uppspretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkomandi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sem best þau þjóðhagslegu verðmæti og sóknarfæri sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróuninni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heilbrigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjóndeildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæka og ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun