Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 19:12 Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna um að sniðganga vörur frá Ísrael. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram. Vísir/Vilhelm Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08