„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2015 12:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. vísir/stefán Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46