Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2015 07:00 Búið er að grafa um 48 prósent af heildarlengd Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira