Líkamsárásarmál fær endurupptöku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 11:18 Maðurinn var sakfelldur fyrir að berja í bílrúðu með hafnaboltakylfu með þeim afleiðingum að fórnarlambið er nær sjónlaust í dag. Myndin er úr safni og tengist málinu óbeint. vísir/getty Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira