Innlent

ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu

Snærós Sindradóttir skrifar
Flóttamenn bíða í röð eftir að geta skráð sig inn í Króatíu í gær.
Flóttamenn bíða í röð eftir að geta skráð sig inn í Króatíu í gær. Fréttablaðið/EPA
Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands.

Innanríkisráðherra Króatíu, Ranko Ostojic, hefur sagt að landið geti ekki tekið við fleiri flóttamönnum. Átök hafa brotist út á milli lögreglu og flóttamanna.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur verið kallað saman til fundar á miðvikudag í næstu viku. Markmið fundarins er að búa til áætlun um hvernig dreifa eigi flóttamönnum á sem sanngjarnastan máta um Evrópulöndin. Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland, Rúmenía og Pólland eru helstu andstæðingar þess að skyldubundnir kvótar verði lagðir á löndin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×