Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 17:23 Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. Deiluaðilar komu saman til fundar klukkan fjögur og luku honum með því að slíta viðræðum rétt fyrir klukkan fimm.Í tilkynningu frá SGS segir að það séu mikil vonbrigði að Samtök atvinnulífsins voru ekki tilbúin til að koma til móts við kröfur um að lægstu laun verði komin upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Því sé sambandið „nauðbeygt til að hefja undirbúning aðgerða og leita heimildar hjá sínum félögum til verkfallsboðunar.“ Samtökin segja að þau átök á vinnumarkaði sem þetta hafi í för með sér sé afleiðing annars vegar skilningsleysis SA á þeim launum sem fólk þarf til að lifa af og hins vegar stjórnvalda sem brugðust algerlega í þeirri tilraun sem gerð var fyrir rúmu ári síðan með hóflegar launahækkanir og aukinn kaupmátt. „Til þess að sú tilraun gengi upp þurftu allir að taka þátt en svo er einfaldlega ekki. Samstaða innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins er fullkomin og viðræðurslit voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum þeirra 16 aðildarfélaga sem SGS fer með samningsumboð fyrir.Uppfært 17:30: Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tilkynningu vegna málsins: „SGS hafnar stöðugleikanum Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. SA hafa á undanförnum vikum lagt fram ítarleg gögn og greiningar á samningafundum með SGS og hjá ríkissáttasemjara sem sýna að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara er ófær. Verði hún farin mun hún valda samfélaginu miklu tjóni og gera að engu þann mikla árangur sem náðist í kjölfar síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. SGS boða verkfallsaðgerðir en tjón sem verkföllin munu valda er alfarið á ábyrgð sambandsins. Samtök atvinnulífsins geta undir engum kringumstæðum fallist á að leggja upp í ferð sem vitað er að muni enda með ósköpum.“ Tengdar fréttir Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. Deiluaðilar komu saman til fundar klukkan fjögur og luku honum með því að slíta viðræðum rétt fyrir klukkan fimm.Í tilkynningu frá SGS segir að það séu mikil vonbrigði að Samtök atvinnulífsins voru ekki tilbúin til að koma til móts við kröfur um að lægstu laun verði komin upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Því sé sambandið „nauðbeygt til að hefja undirbúning aðgerða og leita heimildar hjá sínum félögum til verkfallsboðunar.“ Samtökin segja að þau átök á vinnumarkaði sem þetta hafi í för með sér sé afleiðing annars vegar skilningsleysis SA á þeim launum sem fólk þarf til að lifa af og hins vegar stjórnvalda sem brugðust algerlega í þeirri tilraun sem gerð var fyrir rúmu ári síðan með hóflegar launahækkanir og aukinn kaupmátt. „Til þess að sú tilraun gengi upp þurftu allir að taka þátt en svo er einfaldlega ekki. Samstaða innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins er fullkomin og viðræðurslit voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum þeirra 16 aðildarfélaga sem SGS fer með samningsumboð fyrir.Uppfært 17:30: Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tilkynningu vegna málsins: „SGS hafnar stöðugleikanum Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. SA hafa á undanförnum vikum lagt fram ítarleg gögn og greiningar á samningafundum með SGS og hjá ríkissáttasemjara sem sýna að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara er ófær. Verði hún farin mun hún valda samfélaginu miklu tjóni og gera að engu þann mikla árangur sem náðist í kjölfar síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. SGS boða verkfallsaðgerðir en tjón sem verkföllin munu valda er alfarið á ábyrgð sambandsins. Samtök atvinnulífsins geta undir engum kringumstæðum fallist á að leggja upp í ferð sem vitað er að muni enda með ósköpum.“
Tengdar fréttir Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15