Friðrik mátaði umdeildan forseta FIDE Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 19:37 Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira