Innlent

35 leikskólabörn strandaglópar í Kaldárseli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur verið fengin til að ferja þau til byggða.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur verið fengin til að ferja þau til byggða. mynd/loftmyndir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út víða á suðvesturhorni landsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Töluverð ófærð er á svæðinu. Sveitir sinna lokunum vega í samvinnu við Vegagerð, m.a. á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, Hellisheiði og við Hvalfjarðargöng.

Ökumenn hafa fest bíla sína í Þrengslum, á Hellisheiði og á Snæfellsvegi vestan Kolgrafarfjarðar. Á höfuðborgarsvæðinu þyngist nú færðin hratt og beiðnir um aðstoð vegna árekstra og fastra bifreiða farnar að berast víða að.

35 leikskólabörn eru strandaglópar í Kaldárseli og hefur Björgunarsveit Hafnarfjarðar verið fengin til að ferja þau til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×