„Höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. apríl 2015 00:01 Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira