Hamilton var rúmlega hálfri sekúndu fljótari en liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg á fyrri æfingunni.
Sebastian Vettel á Ferrari, sem vann síðustu keppni var þriðji, rúmri sekúndu á eftir Hamilton. Kimi Raikkonen á Ferrari var fjórði hálfri sekúndu á eftir Vettel.
Felipe Nasr á Sauber heldur áfram að standa sig vel og náði fimmta besta tíma fyrri æfingarinnar.
Manor átti vandræðalausa æfingu og samanlagt óku Will Stevens og Roberto Merhi 38 hringi.

Vettel varð fjórði og Rosberg fimmti.
Helst bar til tíðinda á seinni æfingunni þegar áhorfandi sem hafði klifrað yfir varnargirðingu hljóp yfir brautina. Hann var svo handtekinn eftir að hafa komist inn á þjónustusvæði Ferrari.
Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 6:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Keppnin er svo í beinni útsendingu frá klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af Sjanghæ brautinni.