Olíuleit á Drekasvæðinu og markmið okkar í loftslagsmálum Guðni A. Jóhannesson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Mannkynið stendur nú frammi fyrir mikilli ögrun. Notkun okkar á jarðefnaeldsneyti, landnýting og fleiri þættir, sem tengjast hinu mannlega umhverfi, eru að valda mikilli röskun á kolefnisjafnvægi lofthjúpsins, sem aftur getur haft mikil og víðtæk áhrif á loftslag og náttúrufar. Sviðsmyndir og líkanreikningar benda til þess að það þurfi verulega minnkun kolefnislosunar frá núverandi gildum til þess að koma í veg fyrir meiri háttar áföll tengd loftslagsbreytingum. Það dylst engum, sem að þessum málum kemur, að hér er um að véla sérlega flókið orsakasamhengi. Í fyrsta lagi hver áhrif verða á loftslag og náttúrufar vegna kolefnislosunar, í öðru lagi hver áhrif verða á velferð mannkyns vegna þeirra aðgerða sem við verðum að grípa til til þess að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á samfélög manna á jarðarkringlunni. Það er ljóst að það eru engar einfaldar lausnir til. Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða til þess að draga verulega úr kolefnislosun. Samtímis þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þær munu draga úr hagvexti sem bæði þýðir rýrnun á efnislegum kjörum íbúa iðnríkjanna og jafnframt að möguleikar okkar til þess að ráðast gegn fátækt, hungri og aðstöðuleysi þess stóra hluta jarðarbúa, sem nú búa við afspyrnu vond kjör, takmarkast að sama skapi. Það hefur hingað til verið nokkuð almenn samstaða meðal þeirra þjóða sem tekið hafa forystu í loftslagsmálunum um það að helsta leiðin til þess að draga úr kolefnislosun sé að leggja gjald á útblástur kolefnis. Þá verður hagkvæmt að nýta kolefnisfría orkugjafa og að skilja kolefni úr útblæstri kolaorkuvera og stærri iðjuvera og síðan farga þeim. Til þess að ná árangri í að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa hefur verið talað um að gjaldið þyrfti að vera u.þ.b. 30 bandaríkjadalir á tonn af koldíoxíði og til þess að gera förgun eða endurnýtingu koldíoxíðs frá kolabrennslu, sem er stærsti mengunarvaldurinn, mögulega þurfi gjaldið að vera um 80-90 Bandaríkjadalir á tonnið. Í seinna tilfellinu þýddi þetta t.d. að lítrinn af eldsneyti myndi hækka um u.þ.b. 100 kr. Þannig myndu hins vegar í upphafi, t.d. á Íslandi innheimtast um 70 milljarðar á ári sem mætti nýta til þess að fjárfesta í orkuskiptum með rafmagnsbílum og lestarsamgöngum, framleiðslu á eldsneyti úr raforku og kolefnisútblæstri, repjufræjum og hvers kyns úrgangi svo dæmi séu nefnd. Þurfum að vanda vel valið Í bók sinni Thinking Fast and Slow lýsir sálfræðingurinn Daniel Kahnemann stöðugri viðleitni mannsandans til þess að yfirfæra flóknar og vandasamar ákvarðanir í einfaldari vandamál sem útheimta mun auðveldari rökleiðslur og lausnamengi. Í þessum anda hafa ýmsir aðilar, og nú síðast landsfundur Samfylkingarinnar, bent á og ályktað um aðrar leiðir til þess að draga úr kolefnislosun. Þeir vilja hætta við áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu, slíta gerðum samningum um olíuleit og vinnslu og sýna þannig öðrum útflutningslöndum á olíu það eftirdæmi sem þau þurfa til þess að finna hjá sér þörf til þess að gera slíkt hið sama. Ef við miðum við útflutningstölur frá 2011 þá verða helstu nemendur í þessum sunnudagaskóla: Sádi-Arabía og Rússland með ca. 7 milljónir tunna á dag hvort land og Kúveit, Nígería, Írak, Íran, Noregur, Sameinaðu arabísku furstadæmin, Angóla og Venesúela með 1,5 til 2 milljónir tunna á dag hvert land. Miðað við núverandi olíuverð eru það sennilega sameiginlegt hagsmunamál þessara þjóða að draga úr eftirspurn, til þess að ná fram verðhækkun, þótt það hafi enn ekki gerst fyrst og fremst vegna samstöðuleysis þeirra. Það er hins vegar alveg ljóst að samdráttur framboðs og hækkun olíuverðs til einhvers konar jafnvægis við vistvæna orkugjafa takmarkar mjög möguleika þeirra ríkja, sem nota jarðefnaeldsneyti, til þess að leggja á kolefnisgjald og fjármagna þannig græn orkuskipti. Við getum svo aftur velt því fyrir okkur hversu líklegir þeir, sem ráða yfir hagnaðinum af olíuvinnslunni í ofangreindum löndum, eru til þess að verja þeim til góðra hluta í þágu alls mannkyns. Þjóðir með sterka lýðræðishefð, eins og Noregur og Ísland, eru líklegri til þess að nýta hagnað af olíuvinnslu skynsamlega, en eru jafnframt háðar því að slík vinnsla njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Noregur hefur enn sérstöðu meðal olíuframleiðenda með því að leggja hagnaðinn af olíuvinnslu í sjóð til þess að skila hagnaðinum til komandi kynslóða í anda markmiða um sjálfbærni. Ég held að við séum flest sammála um alvarleika málsins og markmið okkar. Við þurfum hins vegar að vanda vel valið á þeim aðgerðum, sem við viljum grípa til. Okkur ber rík siðferðileg skylda til þess velja aðgerðir okkar þannig, að þær skili sem mestum árangri í minnkandi losun kolefnis með sem minnstum neikvæðum áhrifum á afkomumöguleika mannkynsins í heild. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur nú frammi fyrir mikilli ögrun. Notkun okkar á jarðefnaeldsneyti, landnýting og fleiri þættir, sem tengjast hinu mannlega umhverfi, eru að valda mikilli röskun á kolefnisjafnvægi lofthjúpsins, sem aftur getur haft mikil og víðtæk áhrif á loftslag og náttúrufar. Sviðsmyndir og líkanreikningar benda til þess að það þurfi verulega minnkun kolefnislosunar frá núverandi gildum til þess að koma í veg fyrir meiri háttar áföll tengd loftslagsbreytingum. Það dylst engum, sem að þessum málum kemur, að hér er um að véla sérlega flókið orsakasamhengi. Í fyrsta lagi hver áhrif verða á loftslag og náttúrufar vegna kolefnislosunar, í öðru lagi hver áhrif verða á velferð mannkyns vegna þeirra aðgerða sem við verðum að grípa til til þess að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á samfélög manna á jarðarkringlunni. Það er ljóst að það eru engar einfaldar lausnir til. Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða til þess að draga verulega úr kolefnislosun. Samtímis þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þær munu draga úr hagvexti sem bæði þýðir rýrnun á efnislegum kjörum íbúa iðnríkjanna og jafnframt að möguleikar okkar til þess að ráðast gegn fátækt, hungri og aðstöðuleysi þess stóra hluta jarðarbúa, sem nú búa við afspyrnu vond kjör, takmarkast að sama skapi. Það hefur hingað til verið nokkuð almenn samstaða meðal þeirra þjóða sem tekið hafa forystu í loftslagsmálunum um það að helsta leiðin til þess að draga úr kolefnislosun sé að leggja gjald á útblástur kolefnis. Þá verður hagkvæmt að nýta kolefnisfría orkugjafa og að skilja kolefni úr útblæstri kolaorkuvera og stærri iðjuvera og síðan farga þeim. Til þess að ná árangri í að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa hefur verið talað um að gjaldið þyrfti að vera u.þ.b. 30 bandaríkjadalir á tonn af koldíoxíði og til þess að gera förgun eða endurnýtingu koldíoxíðs frá kolabrennslu, sem er stærsti mengunarvaldurinn, mögulega þurfi gjaldið að vera um 80-90 Bandaríkjadalir á tonnið. Í seinna tilfellinu þýddi þetta t.d. að lítrinn af eldsneyti myndi hækka um u.þ.b. 100 kr. Þannig myndu hins vegar í upphafi, t.d. á Íslandi innheimtast um 70 milljarðar á ári sem mætti nýta til þess að fjárfesta í orkuskiptum með rafmagnsbílum og lestarsamgöngum, framleiðslu á eldsneyti úr raforku og kolefnisútblæstri, repjufræjum og hvers kyns úrgangi svo dæmi séu nefnd. Þurfum að vanda vel valið Í bók sinni Thinking Fast and Slow lýsir sálfræðingurinn Daniel Kahnemann stöðugri viðleitni mannsandans til þess að yfirfæra flóknar og vandasamar ákvarðanir í einfaldari vandamál sem útheimta mun auðveldari rökleiðslur og lausnamengi. Í þessum anda hafa ýmsir aðilar, og nú síðast landsfundur Samfylkingarinnar, bent á og ályktað um aðrar leiðir til þess að draga úr kolefnislosun. Þeir vilja hætta við áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu, slíta gerðum samningum um olíuleit og vinnslu og sýna þannig öðrum útflutningslöndum á olíu það eftirdæmi sem þau þurfa til þess að finna hjá sér þörf til þess að gera slíkt hið sama. Ef við miðum við útflutningstölur frá 2011 þá verða helstu nemendur í þessum sunnudagaskóla: Sádi-Arabía og Rússland með ca. 7 milljónir tunna á dag hvort land og Kúveit, Nígería, Írak, Íran, Noregur, Sameinaðu arabísku furstadæmin, Angóla og Venesúela með 1,5 til 2 milljónir tunna á dag hvert land. Miðað við núverandi olíuverð eru það sennilega sameiginlegt hagsmunamál þessara þjóða að draga úr eftirspurn, til þess að ná fram verðhækkun, þótt það hafi enn ekki gerst fyrst og fremst vegna samstöðuleysis þeirra. Það er hins vegar alveg ljóst að samdráttur framboðs og hækkun olíuverðs til einhvers konar jafnvægis við vistvæna orkugjafa takmarkar mjög möguleika þeirra ríkja, sem nota jarðefnaeldsneyti, til þess að leggja á kolefnisgjald og fjármagna þannig græn orkuskipti. Við getum svo aftur velt því fyrir okkur hversu líklegir þeir, sem ráða yfir hagnaðinum af olíuvinnslunni í ofangreindum löndum, eru til þess að verja þeim til góðra hluta í þágu alls mannkyns. Þjóðir með sterka lýðræðishefð, eins og Noregur og Ísland, eru líklegri til þess að nýta hagnað af olíuvinnslu skynsamlega, en eru jafnframt háðar því að slík vinnsla njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Noregur hefur enn sérstöðu meðal olíuframleiðenda með því að leggja hagnaðinn af olíuvinnslu í sjóð til þess að skila hagnaðinum til komandi kynslóða í anda markmiða um sjálfbærni. Ég held að við séum flest sammála um alvarleika málsins og markmið okkar. Við þurfum hins vegar að vanda vel valið á þeim aðgerðum, sem við viljum grípa til. Okkur ber rík siðferðileg skylda til þess velja aðgerðir okkar þannig, að þær skili sem mestum árangri í minnkandi losun kolefnis með sem minnstum neikvæðum áhrifum á afkomumöguleika mannkynsins í heild. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun