Gunnar: Ekki skref niður á við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:21 Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15
Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00