Rekstrarfélag veitingastaðarins Bautans á Akureyri hagnaðist um 38 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst verulega á milli ára en hann nam 16,5 milljónum króna árið 2013.
„Það er alltaf gott þegar gengur vel,“ segir Guðmundur Karl Tryggvason, eigandi Bautans.
Guðmundur segir að gengislán fyrirtækisins hafi verið leiðrétt á síðasta ári sem skýri aukinn hagnað að hluta. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 9,2 milljónum á síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 45 milljónum á síðasta ári en nam 22 milljónum árið 2013.
Eigið fé félagsins nemur 93 milljónum en skuldir 71 milljón og er eiginfjárhlutfall þess því 57 prósent. Handbært fé frá rekstri jókst um 7,3 milljónir króna á milli ára og nam í árslok 57,7 milljónum króna.-
Hagnaður Bautans 38 milljónir
Ingvar Haraldsson skrifar

Mest lesið

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf



Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent