Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 14:56 Páll Halldórsson, formaður BHM. Vísir/Stefán Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum. Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum.
Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00
Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14