Hetjan úr kosher versluninni fær ríkisborgararétt Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:03 Lassana Bathily er 24 ára og var starfsmaður verslunarinnar þar sem hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly réðst til atlögu á föstudaginn. Vísir/AFP Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira