Hvað er PEGIDA? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 10:39 Meðlimir PEGIDA hafa gagnrýnt innflytjendastefnu Þýskalands harðlega. Vísir/AFP Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag. Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag.
Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14