Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að Íslendingar eigi að tala fyrir fjölbreytni í skoðunum og trúarbrögðum. Fréttablaðið/Pjetur „Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
„Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00