Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2015 09:57 Neðansjávareldgosið hófst 14. nóvember 1963. Rúmum 3 vikum síðar, 9. desember, hlaut eyjan nafnið Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson. Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt frumvarpi um örnefni, sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vonast til að verði fljótlega að lögum frá Alþingi. Það gerir ráð fyrir að viðkomandi sveitarstjórn finni ný nöfn, í samráði við örnefnanefnd, en ráðherra þarf þó að staðfesta tillöguna. Ekki er víst að Surtsey héti því nafni í dag, ef þessari aðferð hefði verið beitt árið 1963. Þá gerðist það, þremur vikum eftir upphaf neðansjávargossins, að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fól örnefnanefnd að gera tillögu um nafn. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var þá formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn voru Halldór Halldórsson, Ágúst Böðvarsson, Pálmi Einarsson og Magnús Már Lárusson. Í frásögn Halldórs Halldórssonar af aðdraganda nafngiftarinnar, sem birtist 30 árum síðar í Lesbók Morgunblaðsins, kemur fram að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hafi þrýst á að nafn kæmi fljótt en hann var fenginn til að vera ráðgjafi nefndarinnar. „Ég minnist þess að Sigurður Þórarinsson sagði mér á fundinum að nauðsynlegt væri að festa nafn á eyjunni vegna þess hve mikið væri skrifað um eldgosið og eyjuna bæði hérlendis og erlendis,“ sagði Halldór. Meðal annarra nafna sem til greina komu á nýju eyjuna voru Svartey og Vesturey. „Ekki felldi Sigurður Þórarinsson sig við nafnið Svartey og sagði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að eyjan kynni síðar að verða hvít af fuglsdriti og yrði Svartey þá öfugmæli. Þegar nafnið Svartey var úr sögunni, fórum við Sigurður að stinga saman nefjum í því skyni að reyna að gefa eyjunni þjóðlegt og helst dálítið frumlegt nafn, laust við alla lágkúru. Hrökk þá út úr okkur nafnið Surtshellir. Og þá var vandinn leystur. Auðvitað skyldi eyjan heita Surtsey. Hvor okkar varð fyrri til að nefna nafnið Surtsey, man ég ekki. Hitt er ég viss um að hugmyndin að baki er okkar beggja, það var örnefnið Surtshellir og hugmyndin um eldjötuninn Surt, sem flugu okkur báðum í hug,“ segir í frásögn Halldórs. Ráðherra féllst á þessa tillögu örnefnanefndar og þann 9. desember 1963 auglýsti ráðherra formlega að eyjan skyldi heita Surtsey og gígurinn Surtur. En þar með var málinu ekki lokið. Margir í Vestmannaeyjum lýstu óánægju með Surtseyjarnafnið og fjórum dögum síðar, þann 13. desember, sigldi hópur Eyjamanna við illan leik út í gjósandi eyjuna og setti þar niður íslenska fánann, skjaldarmerki Vestmannaeyja og skilti sem á stóð „Vesturey“. Samtök voru stofnuð í Vestmannaeyjum, Vestureyjarsamtökin, og hófu þau undirskriftasöfnun þar sem Surtseyjarnafninu var lýst sem óhæfu og þess krafist að nafni Surtseyjar yrði breytt í Vesturey. Undirskriftirnar voru afhentar örnefnanefnd í marsmánuði 1964. Í apríl sama ár sendi örnefnanefnd svar til baka þar sem kröfu um nafnbreytingu var hafnað. Heitir eyjan því enn í dag „Surtsey“. Þá er einnig spurning hvort Eldfell á Heimaey héti því nafni í dag, hefðu Eyjamenn fengið að ráða. Meðal þeirra var ríkur vilji fyrir því árið 1973 að nýja fellið fengið nafnið Kirkjufell. Niðurstaða örnefnanefndar var tilkynnt 24. apríl 1973, þremur mánuðum eftir að gosið hófst. Hið nýja eldfjall skyldi heita Eldfell. Þá voru enn rúmir tveir mánuðir til gosloka og ekki séð hvert endanlegt útlit fjallsins yrði. Tengdar fréttir Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt frumvarpi um örnefni, sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vonast til að verði fljótlega að lögum frá Alþingi. Það gerir ráð fyrir að viðkomandi sveitarstjórn finni ný nöfn, í samráði við örnefnanefnd, en ráðherra þarf þó að staðfesta tillöguna. Ekki er víst að Surtsey héti því nafni í dag, ef þessari aðferð hefði verið beitt árið 1963. Þá gerðist það, þremur vikum eftir upphaf neðansjávargossins, að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fól örnefnanefnd að gera tillögu um nafn. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var þá formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn voru Halldór Halldórsson, Ágúst Böðvarsson, Pálmi Einarsson og Magnús Már Lárusson. Í frásögn Halldórs Halldórssonar af aðdraganda nafngiftarinnar, sem birtist 30 árum síðar í Lesbók Morgunblaðsins, kemur fram að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hafi þrýst á að nafn kæmi fljótt en hann var fenginn til að vera ráðgjafi nefndarinnar. „Ég minnist þess að Sigurður Þórarinsson sagði mér á fundinum að nauðsynlegt væri að festa nafn á eyjunni vegna þess hve mikið væri skrifað um eldgosið og eyjuna bæði hérlendis og erlendis,“ sagði Halldór. Meðal annarra nafna sem til greina komu á nýju eyjuna voru Svartey og Vesturey. „Ekki felldi Sigurður Þórarinsson sig við nafnið Svartey og sagði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að eyjan kynni síðar að verða hvít af fuglsdriti og yrði Svartey þá öfugmæli. Þegar nafnið Svartey var úr sögunni, fórum við Sigurður að stinga saman nefjum í því skyni að reyna að gefa eyjunni þjóðlegt og helst dálítið frumlegt nafn, laust við alla lágkúru. Hrökk þá út úr okkur nafnið Surtshellir. Og þá var vandinn leystur. Auðvitað skyldi eyjan heita Surtsey. Hvor okkar varð fyrri til að nefna nafnið Surtsey, man ég ekki. Hitt er ég viss um að hugmyndin að baki er okkar beggja, það var örnefnið Surtshellir og hugmyndin um eldjötuninn Surt, sem flugu okkur báðum í hug,“ segir í frásögn Halldórs. Ráðherra féllst á þessa tillögu örnefnanefndar og þann 9. desember 1963 auglýsti ráðherra formlega að eyjan skyldi heita Surtsey og gígurinn Surtur. En þar með var málinu ekki lokið. Margir í Vestmannaeyjum lýstu óánægju með Surtseyjarnafnið og fjórum dögum síðar, þann 13. desember, sigldi hópur Eyjamanna við illan leik út í gjósandi eyjuna og setti þar niður íslenska fánann, skjaldarmerki Vestmannaeyja og skilti sem á stóð „Vesturey“. Samtök voru stofnuð í Vestmannaeyjum, Vestureyjarsamtökin, og hófu þau undirskriftasöfnun þar sem Surtseyjarnafninu var lýst sem óhæfu og þess krafist að nafni Surtseyjar yrði breytt í Vesturey. Undirskriftirnar voru afhentar örnefnanefnd í marsmánuði 1964. Í apríl sama ár sendi örnefnanefnd svar til baka þar sem kröfu um nafnbreytingu var hafnað. Heitir eyjan því enn í dag „Surtsey“. Þá er einnig spurning hvort Eldfell á Heimaey héti því nafni í dag, hefðu Eyjamenn fengið að ráða. Meðal þeirra var ríkur vilji fyrir því árið 1973 að nýja fellið fengið nafnið Kirkjufell. Niðurstaða örnefnanefndar var tilkynnt 24. apríl 1973, þremur mánuðum eftir að gosið hófst. Hið nýja eldfjall skyldi heita Eldfell. Þá voru enn rúmir tveir mánuðir til gosloka og ekki séð hvert endanlegt útlit fjallsins yrði.
Tengdar fréttir Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45