Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa Þórarinn Eyfjörð skrifar 15. janúar 2015 07:00 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina?
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar