Óvænt úrslit í enska bikarnum | Chelsea og Man City bæði úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 16:39 Patrick Bamford kemur Boro yfir gegn Man City. vísir/getty Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough
Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira