Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. janúar 2015 19:00 Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26