Hundrað þúsund tonnum bætt við loðnukvótann Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2015 12:00 Mikilvægi uppsjávarveiða er gríðarlegt og gætu fréttirnar komið fram í hagvísum á næstunni. vísir/óskar Loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar eftir áramótin sýnir hvað mestu útbreiðslu loðnu fyrir Vestfjörðum og að Norðurlandi um langt árabil. Þegar liggur fyrir að aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verður aukin um 100 þúsund tonn hið minnsta. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur frá 5. janúar verið við loðnumælingar og mælt loðnu sem fundist hefur frá Vestfjörðum og að Norðurlandi. Jafnframt leitaði og mældi Birtingur NK loðnu frá Austfjörðum og að Norðurlandi síðustu daga. Loðna hefur fundist mjög víða í leiðangrinum á öllu rannsóknasvæðinu nema úti fyrir Austurlandi. Í kjölfar mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október síðastliðnum lagði stofnunin til að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 260 þúsund tonn – en þar af var hlutdeild Íslands 127.000 tonn. Í tilkynningu Hafró í gær sagði að enda þótt endanlegum mælingum á stærð veiðistofns loðnu ljúki ekki fyrr en í næstu viku „telur Hafrannsóknastofnun rétt að fram komi að mælingin mun leiða til þess að stofnunin leggi til aukningu í aflamarki fyrir vertíðina 2014/2015. Miðað við varfærnar forsendur á þessari stundu, mun sú aukning að minnsta kosti verða um 100 þúsund tonn.“Lokaráðgjöf veitt að afloknum leiðangrinum Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekki sýna á spilin um hversu mikil aukning verði hugsanlega gerð á ráðgjöfinni til viðbótar við þau 100 þúsund tonn sem eru í hendi. „En þetta lítur alveg þokkalega út og við töldum rétt að gefa mönnum upplýsingar um það. Eftir því sem líður á vertíðina skiptir hver dagur máli í því að menn viti hver staðan er og menn geti skipulagt veiðarnar í samræmi við það,“ segir Jóhann og bætir við að frekari mælingar taki nú við en loðnan sé mjög dreifð og frekari mælinga því þörf. Hafrannsóknastofnun veitir lokaráðgjöf sína um aflamark að afloknum leiðangrinum. Mælingar á stofninum í haust bentu til þess að hrygningarstofninn yrði um 660 þúsund tonn á hrygningartíma. Aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar. Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira
Loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar eftir áramótin sýnir hvað mestu útbreiðslu loðnu fyrir Vestfjörðum og að Norðurlandi um langt árabil. Þegar liggur fyrir að aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verður aukin um 100 þúsund tonn hið minnsta. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur frá 5. janúar verið við loðnumælingar og mælt loðnu sem fundist hefur frá Vestfjörðum og að Norðurlandi. Jafnframt leitaði og mældi Birtingur NK loðnu frá Austfjörðum og að Norðurlandi síðustu daga. Loðna hefur fundist mjög víða í leiðangrinum á öllu rannsóknasvæðinu nema úti fyrir Austurlandi. Í kjölfar mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október síðastliðnum lagði stofnunin til að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 260 þúsund tonn – en þar af var hlutdeild Íslands 127.000 tonn. Í tilkynningu Hafró í gær sagði að enda þótt endanlegum mælingum á stærð veiðistofns loðnu ljúki ekki fyrr en í næstu viku „telur Hafrannsóknastofnun rétt að fram komi að mælingin mun leiða til þess að stofnunin leggi til aukningu í aflamarki fyrir vertíðina 2014/2015. Miðað við varfærnar forsendur á þessari stundu, mun sú aukning að minnsta kosti verða um 100 þúsund tonn.“Lokaráðgjöf veitt að afloknum leiðangrinum Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekki sýna á spilin um hversu mikil aukning verði hugsanlega gerð á ráðgjöfinni til viðbótar við þau 100 þúsund tonn sem eru í hendi. „En þetta lítur alveg þokkalega út og við töldum rétt að gefa mönnum upplýsingar um það. Eftir því sem líður á vertíðina skiptir hver dagur máli í því að menn viti hver staðan er og menn geti skipulagt veiðarnar í samræmi við það,“ segir Jóhann og bætir við að frekari mælingar taki nú við en loðnan sé mjög dreifð og frekari mælinga því þörf. Hafrannsóknastofnun veitir lokaráðgjöf sína um aflamark að afloknum leiðangrinum. Mælingar á stofninum í haust bentu til þess að hrygningarstofninn yrði um 660 þúsund tonn á hrygningartíma. Aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar.
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira