Boða til umfangsmikilla verkfallsaðgerða Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2015 14:37 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. Vísir/Auðunn Níelsson Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slitið fyrir sléttri viku síðan en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. Í tilkynningunni segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið fast við þá stefnu að laun almenns verkafólks hækki ekki um meira en þrjú til fjögur prósent. Í krónum talið þýðir það hækkun grunnlauna um 6.000-9.500 kr. Það er mat Starfsgreinasambands Íslands að slíkt sé algerlega óviðunandi og hafi samninganefnd Starfsgreinasambandsins því verið knúin til að slíta viðræðunum og hefja undirbúning aðgerða. „Það er full alvara á bakvið þær kröfur sem við höfum sett fram en auðvitað vonumst við til að hægt verði að afstýra verkfalli,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Taxtar félagsmanna innan Starfsgreinasambandsins á almenna vinnumarkaðnum í dag eru frá 201.317 krónum en eftir 4 mánaða störf er lágmarkstekjutryggingin 214.000 krónur. Flestir hópar innan raða SGS eru með samningsbundna taxta upp á 207.814 krónur til 222.030 krónur eftir 7 ára starf. Hópferðabílstjórar sem eru í hæsta virka taxta hjá SGS eru með 238.043 krónur í grunninn eftir 7 ára starfÍ yfirlýsingunni segir:„Starfsgreinasambandið hefur sett fram mjög skýr markmið í kröfugerð sinni; að lægstu taxtar verði komnir upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára, þ.e. að almennt verkafólk hafi möguleika á að framfleyta sér á grunndagvinnulaunum – svo er ekki í dag. Að auki vilja félagsmenn sambandsins:• Að fólk með hærri starfsaldur og/eða þeir sem hafi sótt sér fræðslu og menntun njóti þess. • Að laun í útflutningsgreinum hækki sérstaklega.• Að vaktaálag hækki og heimild fyrirtækja til að greiða eftir vaktaálagi verði skilyrt við ákveðið hlufall af dagvinnutíma. Ella sé greidd yfirvinna.• Að desember- og orlofsuppbætur hækki.Samninganefnd Starfsgreinasambandsins á hinum almenna markaði fer með umboð fyrir rúmlega 10.000 manns en Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) semur sérstaklega, auk þess sem fjöldi sérkjarasamninga er í gildi og taka aðgerðirnar ekki til þeirra.Þá er töluverður hluti félaga í SGS í störfum hjá ríki og sveitarfélögum. Aðgerðirnar núna snúa eingöngu að Samtökum atvinnulífsins og atkvæði um verkfallsboðun verða greidd af félagsmönnum sem taka laun samkvæmt kjarasamningum á milli SGS og SA. 42% þeirra sem greiða atkvæði um verkfall starfa á matvælasviði (fiskvinnslu, afurðastöðvum, kjötvinnslum og í sláturhúsum) en 32% atkvæðisbærra félaga eru í þjónustugreinum (ferðaþjónustu, ræstingum o.fl.), aðrir hópar telja byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnað og farartækja- og flutningsgreinar.Alls eru um 50.000 manns innan Starfsgreinasambandsins og er sambandið stærsta landssambandið innan ASÍ.Um atkvæðagreiðsluna – hvenær hún hefst og hvenær henni lýkur:Atkvæðagreiðslan um verkfall verður rafræn og stendur frá kl. 8:00 þann 23. mars til miðnættis þann 30. mars. Gert er ráð fyrir að niðurstaðan liggi fyrir 31. mars, rúmri viku áður en aðgerðirnar eiga að hefjast.Skipulag aðgerða sem greidd verða atkvæði um10. apríl 2015Allsherjarvinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag, á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.14. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Einingar-Iðju, Stéttarfélagsins Samstöðu og Verkalýðsfélags Suðurlands.15. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, Bárunnar stéttarfélags og Stéttarfélags Vesturlands.16. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Framsýnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Öldunnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.17. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða AFLs starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Akraness, Drífandi stéttarfélags og Verkalýðsfélags Þórshafnar.27. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Framsýnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Öldunnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Snæfellinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis.28. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Einingu-Iðju, Stéttarfélagsins Samstöðu og Verkalýðsfélags Suðurlands.29. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða AFLs starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Akraness, Drífandi stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, Bárunnar stéttarfélags og Stéttarfélags Vesturlands.30. apríl 2015Allsherjarvinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag, á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.12., 13., 15., 18., 19., 20., 21. og 22. maí 2015Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis sama dag, á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.26. maí 2015Ótímabundin allsherjarvinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015 á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð. Tengdar fréttir Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slitið fyrir sléttri viku síðan en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. Í tilkynningunni segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið fast við þá stefnu að laun almenns verkafólks hækki ekki um meira en þrjú til fjögur prósent. Í krónum talið þýðir það hækkun grunnlauna um 6.000-9.500 kr. Það er mat Starfsgreinasambands Íslands að slíkt sé algerlega óviðunandi og hafi samninganefnd Starfsgreinasambandsins því verið knúin til að slíta viðræðunum og hefja undirbúning aðgerða. „Það er full alvara á bakvið þær kröfur sem við höfum sett fram en auðvitað vonumst við til að hægt verði að afstýra verkfalli,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Taxtar félagsmanna innan Starfsgreinasambandsins á almenna vinnumarkaðnum í dag eru frá 201.317 krónum en eftir 4 mánaða störf er lágmarkstekjutryggingin 214.000 krónur. Flestir hópar innan raða SGS eru með samningsbundna taxta upp á 207.814 krónur til 222.030 krónur eftir 7 ára starf. Hópferðabílstjórar sem eru í hæsta virka taxta hjá SGS eru með 238.043 krónur í grunninn eftir 7 ára starfÍ yfirlýsingunni segir:„Starfsgreinasambandið hefur sett fram mjög skýr markmið í kröfugerð sinni; að lægstu taxtar verði komnir upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára, þ.e. að almennt verkafólk hafi möguleika á að framfleyta sér á grunndagvinnulaunum – svo er ekki í dag. Að auki vilja félagsmenn sambandsins:• Að fólk með hærri starfsaldur og/eða þeir sem hafi sótt sér fræðslu og menntun njóti þess. • Að laun í útflutningsgreinum hækki sérstaklega.• Að vaktaálag hækki og heimild fyrirtækja til að greiða eftir vaktaálagi verði skilyrt við ákveðið hlufall af dagvinnutíma. Ella sé greidd yfirvinna.• Að desember- og orlofsuppbætur hækki.Samninganefnd Starfsgreinasambandsins á hinum almenna markaði fer með umboð fyrir rúmlega 10.000 manns en Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) semur sérstaklega, auk þess sem fjöldi sérkjarasamninga er í gildi og taka aðgerðirnar ekki til þeirra.Þá er töluverður hluti félaga í SGS í störfum hjá ríki og sveitarfélögum. Aðgerðirnar núna snúa eingöngu að Samtökum atvinnulífsins og atkvæði um verkfallsboðun verða greidd af félagsmönnum sem taka laun samkvæmt kjarasamningum á milli SGS og SA. 42% þeirra sem greiða atkvæði um verkfall starfa á matvælasviði (fiskvinnslu, afurðastöðvum, kjötvinnslum og í sláturhúsum) en 32% atkvæðisbærra félaga eru í þjónustugreinum (ferðaþjónustu, ræstingum o.fl.), aðrir hópar telja byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnað og farartækja- og flutningsgreinar.Alls eru um 50.000 manns innan Starfsgreinasambandsins og er sambandið stærsta landssambandið innan ASÍ.Um atkvæðagreiðsluna – hvenær hún hefst og hvenær henni lýkur:Atkvæðagreiðslan um verkfall verður rafræn og stendur frá kl. 8:00 þann 23. mars til miðnættis þann 30. mars. Gert er ráð fyrir að niðurstaðan liggi fyrir 31. mars, rúmri viku áður en aðgerðirnar eiga að hefjast.Skipulag aðgerða sem greidd verða atkvæði um10. apríl 2015Allsherjarvinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag, á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.14. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Einingar-Iðju, Stéttarfélagsins Samstöðu og Verkalýðsfélags Suðurlands.15. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, Bárunnar stéttarfélags og Stéttarfélags Vesturlands.16. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Framsýnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Öldunnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.17. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða AFLs starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Akraness, Drífandi stéttarfélags og Verkalýðsfélags Þórshafnar.27. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Framsýnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Öldunnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Snæfellinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis.28. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða Einingu-Iðju, Stéttarfélagsins Samstöðu og Verkalýðsfélags Suðurlands.29. apríl 2015Vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis tekur til félagssvæða AFLs starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Akraness, Drífandi stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, Bárunnar stéttarfélags og Stéttarfélags Vesturlands.30. apríl 2015Allsherjarvinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag, á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.12., 13., 15., 18., 19., 20., 21. og 22. maí 2015Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis sama dag, á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.26. maí 2015Ótímabundin allsherjarvinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015 á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð.
Tengdar fréttir Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29