„Þau höfðu verið án matar og drykkjar í nokkra daga“ Gissur Sigurðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 2. janúar 2015 12:14 Halldór Nellett, skipherra, stendur í ströngu um borð. myndir/landhelgisgæslan Ófrískar konur og tugir barna eru í hópi rúmlega 400 flóttamanna um borð í flutningaskipi, sem varðskipið Týr er nú að draga til hafnar á Ítalíu í vonsku veðri. Skipverjar á Tý lögðu sig í hættu við að komast um borð í skipið í nótt því það stefndi á fullri ferð til lands, þótt skipstjórnarmenn væru stungnir af. Haugasjór og svarta myrkur voru á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var enginn áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ sagði Halldór nú rétt fyrir hádegi. „Þá óskuðum við eftir aðstoð frá ítölsku strandgæslunni með þyrlu svo hægt væri að hífa okkur um borð. Fljótlega steindrapst reyndar á vél skipsins og þá komumst við um borð í skipið.“ Halldór segir að fólkið hafi verið nokkra daga um borð í skipinu og komu frá Tyrklandi. „Þau höfðu verið án matar og drykkjar í nokkra daga og við byrjuðum á því að fara með vatnsbyrðar yfir, dreifa því og huga að fólkinu. Það var algjörlega útilokað að ferja fólk á milli skipa eins og veðrið var í nótt.“ Halldór segir að það verði reynt að draga skipið með fólkið um borð í stað þess að reyna flytja það yfir um borð í Tý. „Það er algjörlega útilokað að flytja það yfir. Það eru sextíu börn um borð, þrjár ófrískar konur og sennilega 450 manns í allt. Það sjá það allir að þegar við eigum sjálfir erfitt með að komast um borð, þá förum við ekki að flytja konur og börn í svona veðri.“ Tengdar fréttir Týr kom stjórnlausu flóttamannaskipi til bjargar Landhelgisgæslan aðstoðaði í nótt Ítölsku strandgæsluna við að bjarga kaupskipi sem var á fullri ferð í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. 2. janúar 2015 06:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ófrískar konur og tugir barna eru í hópi rúmlega 400 flóttamanna um borð í flutningaskipi, sem varðskipið Týr er nú að draga til hafnar á Ítalíu í vonsku veðri. Skipverjar á Tý lögðu sig í hættu við að komast um borð í skipið í nótt því það stefndi á fullri ferð til lands, þótt skipstjórnarmenn væru stungnir af. Haugasjór og svarta myrkur voru á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var enginn áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ sagði Halldór nú rétt fyrir hádegi. „Þá óskuðum við eftir aðstoð frá ítölsku strandgæslunni með þyrlu svo hægt væri að hífa okkur um borð. Fljótlega steindrapst reyndar á vél skipsins og þá komumst við um borð í skipið.“ Halldór segir að fólkið hafi verið nokkra daga um borð í skipinu og komu frá Tyrklandi. „Þau höfðu verið án matar og drykkjar í nokkra daga og við byrjuðum á því að fara með vatnsbyrðar yfir, dreifa því og huga að fólkinu. Það var algjörlega útilokað að ferja fólk á milli skipa eins og veðrið var í nótt.“ Halldór segir að það verði reynt að draga skipið með fólkið um borð í stað þess að reyna flytja það yfir um borð í Tý. „Það er algjörlega útilokað að flytja það yfir. Það eru sextíu börn um borð, þrjár ófrískar konur og sennilega 450 manns í allt. Það sjá það allir að þegar við eigum sjálfir erfitt með að komast um borð, þá förum við ekki að flytja konur og börn í svona veðri.“
Tengdar fréttir Týr kom stjórnlausu flóttamannaskipi til bjargar Landhelgisgæslan aðstoðaði í nótt Ítölsku strandgæsluna við að bjarga kaupskipi sem var á fullri ferð í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. 2. janúar 2015 06:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Týr kom stjórnlausu flóttamannaskipi til bjargar Landhelgisgæslan aðstoðaði í nótt Ítölsku strandgæsluna við að bjarga kaupskipi sem var á fullri ferð í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. 2. janúar 2015 06:52