Mikil vinna við að breyta verði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. janúar 2015 11:08 Neytendur ættu að sjá mun á vöruverðum strax í dag. Vísir/Vilhelm Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira