Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 19:19 Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista. Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista.
Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28