Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig

Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe segir að liðið sé búið að greina hvað fór úrskeiðis. Niðurstöður greininganna eru að mikill brautarhiti hafi leitt til lélegrar nýtingar á dekkjunum. Ending og frammistaða dekkjanna var verri en hjá Ferrari.
Mercedes ætlar að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Liðið vinnur nú hörðum höndum að uppfærslum sem eiga að laga dekkjaslitið. Þessar uppfærslur hafa verið færðar framar í röðina. Þeirra var ekki að vænta strax en Mercedes vill nú fá þær í gagnið ekki seinna en strax.
„Einstaklega hár brautarhiti - meira að segja fyrir Malasíu - átti stóran þátt í þessu mikla dekkjasliti,“ sagði Lowe.
Tæknistjórinn telur að Ferrari verði ekki eins öflugt í Kína vegna þess hvernig brautin er. Hann viðurkennir þó að hugsanlega mun barátta liðanna endast út tímabilið.
„Kína býður upp á allt öðruvísi áskoranir. Hitastigið getur breyst á milli ára en er almennt frekar lágt,“ sagði Lowe.
„Það reynir meira á framdekkin - öfugt við Sepang (í Malasíu) - með góðri blöndu af beygjum og löngum beinum köflum, það verður því áhugavert að sjá hvernig bílarnir munu standa sig á enn annarri brautartýpunni á þessu tímabili,“ bætti Lowe við.
„Það er nú skýrara en áður að alvöru barátta er hafinn um heimsmeistaratitilinn, svo við verðum að halda áfram að vinna á fullu í frammistöðubætandi uppfærslum,“ sagði Lowe að lokum.
Tengdar fréttir

Manor reynir að velja frumsýningardag
Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós.

Permane: Lotus er enn að finna sig
Lotus er "enn að komast á fæturna svona snemma á tímabilinu,“ samkvæmt Alan Permane, yfirverkfræðing liðsins.

Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu
Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.

Hamilton búinn að ganga frá risasamningi
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi.

Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu
Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji.

Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag
Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja.

Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun
Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes.