Hvernig liti kvennaþingið út? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Ef litið er til síðustu kosninga og karlarnir fjarlægðir af framboðslistum þá liti kvennaþingið svona út. Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig. Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig.
Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira