Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 13:28 Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00