Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 13:28 Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00