Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 13:28 Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00