Hvert er réttlætið í nýju einkunnagjöfinni? Embla Dröfn Óðinsdóttir skrifar 12. desember 2015 11:00 Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar