Íslenska þjóðin virðist mjög sátt með riðilinn ef marka má viðbrögðin á Twitter en þar er honum lýst sem „draumadrætti“ og riðli sem Ísland á eftir að vinna eða að minnsta kosti komast upp úr.
Fyrsti leikur Íslands verður í St. Étienne 14. júní gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Miðasala hefst á mánudaginn.
Hér að neðan má sjá viðbrögð nokkurra Íslendinga við riðlinum á Twitter.
Mikið afskaplega er riðill okkar Íslendinga dásamlega viðbjóðslegur #Euro2016Draw
— Gunnar Sigurðarson (@gunnarsigur) December 12, 2015
Við förum áfram úr þessum riðli ! #UEFA EURO
— Kristján Gudmundsson (@knottur) December 12, 2015
Frábær dráttur. Flott að fá Austurríki á Stade de France. Hér er bara séns!
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) December 12, 2015
Jæja við erum að fara vinna riðilinn. Getum unnið alla þessa leiki. Með hjálp @Silfurskeidin og tolfunnar
— Máni Pétursson (@Manipeturs) December 12, 2015
Vorum við ekki að fá best case scenario samansafn af liðum?
— Elín Lára (@ElinLara13) December 12, 2015
Þessi riðill er svo mikil veisla. Ronaldo og svo lið sem vel hægt er að vinna. Gæti ekki verið betra.
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) December 12, 2015
Frábær dráttur! #fotboltinet
— Segatta (@OrriSegatta) December 12, 2015
Draumadráttur segi ég. Gátum vart verið heppnari!
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) December 12, 2015
Vá, við erum að fara upp úr þessum riðli. Helber djöfulsins snilld! #fotboltinet
— Gunnar Már Magnússon (@gunni_mar) December 12, 2015
Þetta er flottur riðill #Euro2016Draw #fotboltinet
— Brynjar Elvarsson (@binnielvars) December 12, 2015
Draumariðill ! #Euro2016Draw #fotboltinet
— Skúli Bragason (@SkuliBraga) December 12, 2015
Dagurinn þar sem allir íslendingar fengu góðan drátt! #drátturinn #fotboltinet
— Ásgrímur Guðnason (@AsiGudna) December 12, 2015