Formúla 1

Rosberg á ráspól í Mexíkó

Rosberg verður á ráspól á morgun.
Rosberg verður á ráspól á morgun. vísir/epa
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1.

Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Rosberg nær ráspól en hann er í 3. sæti í keppni ökumanna.

Rosberg hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton. Besti hringur Rosberg var 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur Hamilton.

Í 3. sæti varð Sebastian Vettel á Ferrari og í næstu sætum urðu ökumenn Red Bull, Daniil Kvyat og Daniel Ricciardo.

Bein útsending frá mexíkóska kappakstrinum hefst klukkan 18:30 á morgun á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×