Anna Þórey, Gísli og Hafþór sæmd gullmerki SSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2015 06:00 Hluti þeirra sem fengu heiðursmerki SSÍ. mynd/ssí Sundþingi númer 61 var slitið í gær. Þingið var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en þar var samþykkt að veita þremur einstaklingum gullmerki SSÍ og sex voru sæmd gullmerki er fram kemur í fréttatilkynningu frá sundsambandinu. Rökstuðning fyrir valinu má lesa hér að neðan.Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir er fædd 1974. Hún er fyrrum landsliðskona í sundi var ma keppandi á Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd. Arna Þórey átti hefur starfað lengi í sundhreyfingunni, eftir að hún hætti æfingum í keppnissundi hóf hún að þjálfa sundfólk fyrst hjá Sundfélaginu Ægi en hin síðari ár hjá Sunddeild Breiðabliks. Arna Þórey hefur setið í stjórn Sundfélagsins Ægis og einnig í ýmsum nefndum SSÍ nú síðast í Þjálfararáði SSÍ. Hún hefur jafnframt farið sem þjálfari í mörg landsliðsverkefni fyrir hönd SSÍ og ávallt reynst sundfólkinu sem hún sinnir einstaklega vel. Hún hefur lagt hug sinn og hjarta í sundhreyfinguna sem athafnamikill sundmaður og þjálfari.Gísli Kristinn Lórenzson er fæddur 1937. Hann hóf ungur þáttöku í starfi íþróttafélaga og lagði að mörkum lengi með Íþróttafélaginu Þór á Akureyri og Skíðaráði Akureyrar. Kunnastur er hann eflaust fyrir langt og farsælt starf að Andrésar Andarleikum barna á skíðum sem fara fram í Hlíðarfjalli. Árin 1996 til 2007 var hann forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Á þeim vettvangi lagði Gísli Kristinn eða Kiddi Lór eins og flestir kunnugir tala um hann, sinn metnað í að byggja upp aðstöðu á fyrir sundíþróttina á Akureyri og til að auðvelda sundmönnum sundfélagsins Óðins að skila árangri. Kiddi Lór fylgdist með sundfólki Óðins og studdi þau í keppni og ma. heimsótti hann þau á sundmót í höfuðborginni. Hann eignaðist vinskap þeirra margra til framtíðar. Sundsamband Íslands átti farsælt samstarf við Gísla Kristinn og Sundfélagið Óðinn um framkvæmd AMÍ á starfstíma hans. Mótin fóru fram á Akureyri amk 7 sinnum á þessu tímabili og hafa orðið mörgum sundmönnum og fjölskyldum þeirra minnisstæð. Sundsamband Ísland vill heiðra Gísla Kristinn Lórenzson fyrir störf sín í þágu sundíþróttarinnar og ágætt samstarf við hann sem forstöðumann Sundlaugar Akureyrar.Hafþór Guðmundsson var ungur að leika sér í sundi með félögum sínum þegar Erlingur Jóhannsson sá í honum efni. Síðan þá hefur hann verið viðloðandi sundhreyfinguna. Hann var sundmaður í Sunddeild KR þar sem hans besti árangur var í baksundi, flugsundi og fjórsundi. Hann var landsliðsmaður í sundi og keppti ma landskeppnum gegn Skotlandi, á NMU 1976 og svo stundaði hann sundknattleik á síðari hluta ferilsins. Hafþór var þjálfari hjá Sunddeild KR, Sundfélaginu Ægi og Sunddeild Ármanns auk þess að þjálfa hjá Sunddeild Stjörnunnar en þá deild stofnaði Hafþór. Hann var landsliðsþjálfari bæði í einstökum verkefnum en einnig sem fastur maður í þvi rúmi. Hafþór fór með landsliðinu á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og var einnig í stöðunni frá árinu 1997 til 1998. Hann var formaður Sunddeildar KR 1978-1980. Hafþór hefur setið í landsliðsnefnd, fræðslunefnd og fleiri nefndum SSÍ og hann var um langt árabil fulltrúi Íslands í fræðslunefnd Norræna sundsambandsins. Hann vann ásamt öðrum mikið starf við að koma þjálfaramenntakerfinu okkar í nothæft form og stóð á bakvið það verkefni eins og klettur. og Hann hefur alið upp íslenskt sundfólk á ýmsa vegu, bæði sín eigin börn og annarra, verið lærifaðir þeirra sem sundmanna en ekki síður sem þjálfara. Þá voru sex einstaklingar sæmdir silfurmerki SSÍ en það skal veita þeim sem unnið hafa framúrskarandi gott starf að málefnum sundhreyfingar eða hafa komið fram fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum vettvangi sundhreyfingar. Einnig skulu sundmenn sem náð hafa viðurkenndum alþjóðlegum árangri hljóta silfurmerkið – og þar með allir þeir sem keppt hafa í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd.Hafliði HalldórssonIngi Þór ÁgústssonJón Oddur SigurðssonKaren MalmquistMálfríður SigurhansdóttirUnnur Sædís Jónsdóttir Sund Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Sundþingi númer 61 var slitið í gær. Þingið var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en þar var samþykkt að veita þremur einstaklingum gullmerki SSÍ og sex voru sæmd gullmerki er fram kemur í fréttatilkynningu frá sundsambandinu. Rökstuðning fyrir valinu má lesa hér að neðan.Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir er fædd 1974. Hún er fyrrum landsliðskona í sundi var ma keppandi á Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd. Arna Þórey átti hefur starfað lengi í sundhreyfingunni, eftir að hún hætti æfingum í keppnissundi hóf hún að þjálfa sundfólk fyrst hjá Sundfélaginu Ægi en hin síðari ár hjá Sunddeild Breiðabliks. Arna Þórey hefur setið í stjórn Sundfélagsins Ægis og einnig í ýmsum nefndum SSÍ nú síðast í Þjálfararáði SSÍ. Hún hefur jafnframt farið sem þjálfari í mörg landsliðsverkefni fyrir hönd SSÍ og ávallt reynst sundfólkinu sem hún sinnir einstaklega vel. Hún hefur lagt hug sinn og hjarta í sundhreyfinguna sem athafnamikill sundmaður og þjálfari.Gísli Kristinn Lórenzson er fæddur 1937. Hann hóf ungur þáttöku í starfi íþróttafélaga og lagði að mörkum lengi með Íþróttafélaginu Þór á Akureyri og Skíðaráði Akureyrar. Kunnastur er hann eflaust fyrir langt og farsælt starf að Andrésar Andarleikum barna á skíðum sem fara fram í Hlíðarfjalli. Árin 1996 til 2007 var hann forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Á þeim vettvangi lagði Gísli Kristinn eða Kiddi Lór eins og flestir kunnugir tala um hann, sinn metnað í að byggja upp aðstöðu á fyrir sundíþróttina á Akureyri og til að auðvelda sundmönnum sundfélagsins Óðins að skila árangri. Kiddi Lór fylgdist með sundfólki Óðins og studdi þau í keppni og ma. heimsótti hann þau á sundmót í höfuðborginni. Hann eignaðist vinskap þeirra margra til framtíðar. Sundsamband Íslands átti farsælt samstarf við Gísla Kristinn og Sundfélagið Óðinn um framkvæmd AMÍ á starfstíma hans. Mótin fóru fram á Akureyri amk 7 sinnum á þessu tímabili og hafa orðið mörgum sundmönnum og fjölskyldum þeirra minnisstæð. Sundsamband Ísland vill heiðra Gísla Kristinn Lórenzson fyrir störf sín í þágu sundíþróttarinnar og ágætt samstarf við hann sem forstöðumann Sundlaugar Akureyrar.Hafþór Guðmundsson var ungur að leika sér í sundi með félögum sínum þegar Erlingur Jóhannsson sá í honum efni. Síðan þá hefur hann verið viðloðandi sundhreyfinguna. Hann var sundmaður í Sunddeild KR þar sem hans besti árangur var í baksundi, flugsundi og fjórsundi. Hann var landsliðsmaður í sundi og keppti ma landskeppnum gegn Skotlandi, á NMU 1976 og svo stundaði hann sundknattleik á síðari hluta ferilsins. Hafþór var þjálfari hjá Sunddeild KR, Sundfélaginu Ægi og Sunddeild Ármanns auk þess að þjálfa hjá Sunddeild Stjörnunnar en þá deild stofnaði Hafþór. Hann var landsliðsþjálfari bæði í einstökum verkefnum en einnig sem fastur maður í þvi rúmi. Hafþór fór með landsliðinu á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og var einnig í stöðunni frá árinu 1997 til 1998. Hann var formaður Sunddeildar KR 1978-1980. Hafþór hefur setið í landsliðsnefnd, fræðslunefnd og fleiri nefndum SSÍ og hann var um langt árabil fulltrúi Íslands í fræðslunefnd Norræna sundsambandsins. Hann vann ásamt öðrum mikið starf við að koma þjálfaramenntakerfinu okkar í nothæft form og stóð á bakvið það verkefni eins og klettur. og Hann hefur alið upp íslenskt sundfólk á ýmsa vegu, bæði sín eigin börn og annarra, verið lærifaðir þeirra sem sundmanna en ekki síður sem þjálfara. Þá voru sex einstaklingar sæmdir silfurmerki SSÍ en það skal veita þeim sem unnið hafa framúrskarandi gott starf að málefnum sundhreyfingar eða hafa komið fram fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum vettvangi sundhreyfingar. Einnig skulu sundmenn sem náð hafa viðurkenndum alþjóðlegum árangri hljóta silfurmerkið – og þar með allir þeir sem keppt hafa í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd.Hafliði HalldórssonIngi Þór ÁgústssonJón Oddur SigurðssonKaren MalmquistMálfríður SigurhansdóttirUnnur Sædís Jónsdóttir
Sund Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira