Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. mars 2015 18:23 María Þorleif Hreiðarsdóttir segist hafa verið beðin um að þegja yfir reynslu sinni. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar samfélagshópur samkvæmt tölum frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segist óttast að minnkandi kröfur um fagmennsku í þjónustu við fatlaða kunni að auka á vandann. María Þorleif Hreiðarsdóttir segir að fyrst nú sé farið að taka þessi mál alvarlega. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi manns þegar hún starfaði á vernduðum vinnustað í Kópavogi fyrir rúmum 20 árum. Málið var aldrei kært til lögreglu. Hún lýsti þessari reynslu sinni í samtali við Stöð 2. Hún segir að sér hafi verið uppálagt að treysta manninum sem var um sextugt og starfaði sem leiðbeinandi á staðnum. Hún hafi orðið afar hrædd og hraðað sér heim án þess að stimpla sig út. Maðurinn hafi síðar gengið á hana og beðið hana um að þegja yfir reynslu sinni. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir lítinn skilning á ofbeldi gegn fötluðum konum innan réttarkerfisins. Málum hafi verið vísað frá dómi þar sem þroskaskertar konur þyki ekki nógu trúverðugar, þar sem þær eigi erfitt með að henda reiður á tímasetningum. Það sé hinsvegar ekki metið, að þær eigi erfiðara með að spinna upp sögur. Hún segir að Þroskahjálp sé í samstarfi við innanríkisráðuneytið og dómstóla og hún eygi von um að ástandið fari að batna og miðað verði við að fullgilda 13 grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún segir mikilvægt að aðgreina ekki fatlaða frá öðrum heldur tryggja eðlilega blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Þá þurfi að fræða starfsfólk og fatlaða um áhrif kynferðisofbeldis og efla vald fatlaðra og ábyrgð á eigin lífi. Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar samfélagshópur samkvæmt tölum frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segist óttast að minnkandi kröfur um fagmennsku í þjónustu við fatlaða kunni að auka á vandann. María Þorleif Hreiðarsdóttir segir að fyrst nú sé farið að taka þessi mál alvarlega. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi manns þegar hún starfaði á vernduðum vinnustað í Kópavogi fyrir rúmum 20 árum. Málið var aldrei kært til lögreglu. Hún lýsti þessari reynslu sinni í samtali við Stöð 2. Hún segir að sér hafi verið uppálagt að treysta manninum sem var um sextugt og starfaði sem leiðbeinandi á staðnum. Hún hafi orðið afar hrædd og hraðað sér heim án þess að stimpla sig út. Maðurinn hafi síðar gengið á hana og beðið hana um að þegja yfir reynslu sinni. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir lítinn skilning á ofbeldi gegn fötluðum konum innan réttarkerfisins. Málum hafi verið vísað frá dómi þar sem þroskaskertar konur þyki ekki nógu trúverðugar, þar sem þær eigi erfitt með að henda reiður á tímasetningum. Það sé hinsvegar ekki metið, að þær eigi erfiðara með að spinna upp sögur. Hún segir að Þroskahjálp sé í samstarfi við innanríkisráðuneytið og dómstóla og hún eygi von um að ástandið fari að batna og miðað verði við að fullgilda 13 grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún segir mikilvægt að aðgreina ekki fatlaða frá öðrum heldur tryggja eðlilega blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Þá þurfi að fræða starfsfólk og fatlaða um áhrif kynferðisofbeldis og efla vald fatlaðra og ábyrgð á eigin lífi.
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira