Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Tony Blair var forssætisráðherra Bretlands frá árinu 1997 til ársins 2007. Nordicphotos/AFP Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira