Innlent

Ætlar að taka femíníska klámmynd á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Úr einni mynda Clavo. Myndir hennar hafa sverið skilgreindar sem femínískar klámmyndir.
Úr einni mynda Clavo. Myndir hennar hafa sverið skilgreindar sem femínískar klámmyndir.
Spænska klámmyndagerðarkonan Lola Clavo leitar nú eftir Íslendingum til að leika í klámmynd sem til stendur að taka upp hér á landi. Stefnt er að því að tökur hefjist innan skamms. Eina skilyrðið sem Clavo setur er að þeir sem vilja taka þátt skilgreini sig sem „hinsegin“ því mikilvægt sé að leikurunum líði vel með það sem þeir eru að gera.

Þetta kemur fram í athyglisverðu viðtali við leikstjórann sem birtist í fjölmiðlinum Gay Iceland. Clavo hefur hlotið margvísleg verðlaun í flokki sem hefur verið skilgreindur sem femínískt klám eða erótík. Í viðtalinu er Clavo spurð hvort þetta sé ekki mótsögn – enda hafa femínistar á Íslandi einkum látið til sín taka í baráttu gegn flestu því sem flokka má sem klám. Clavo telur svo ekki vera, hún segir femínisma með ýmsu móti.

Lola Clavo.
Hinsegin er þýðing á orðinu „queer“, sem á að ná yfir LGBTQ-samfélagið (Lesbian-Gay-Bi-Trans-Queer-Intersex), þannig að hér er ekki verið að einskorða efnistökin við samkynhneigða einvörðungu.

Lola Clavo hefur farið um landið í leit að heppilegum tökustöðum og segir hún íslenskt landslag heillandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×