Fæ ég koss í kaupbæti? Tina M. Madsen, Clas Delp, Therese Guovelin, Markku Björn og Finnbogi Sveinbjörnsson og Níels Olgeirsson skrifa 8. júní 2015 09:45 Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar