Enski boltinn

Mourinho kærður enn á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho var í dag kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína í leik sinna manna í Chelsea gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Chelsea tapaði leiknum en liðið missti Nemanja Matic af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Mourinho mótmæli dómnum þegar hann ræddi við Jonathan Moss, dómara leiksins, í hálfleik.

Mourinho er sagður hafa móðgað Moss og sýnt slæma hegðun. Moss mun hafa boðið Mourinho í búningsklefa dómara í hálfleik en þegar þangað var komið neitaði hann að fara. Mourinho var þá rekinn upp í stúku og fékk hann ekki að stýra liði sínu í síðari hálfleik.

Portúgalski stjórinn var nýlega sektaður fyrir ummæli sem hann lét falla um dómara eftir leik liðsins gegn Southampton í byrjun mánaðarins en hann áfrýjaði þeim dómi.

Mourinho hefur nú frest til fimmtudags að svara kærunni en Chelsea mætir Liverpool í Lundúnum á laugardag. Svo gæti farið að hann missi af leiknum verði hann dæmdur í bann.

Englandsmeistarar Chelsea hefa tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og eru nú í fimmtánda sæti deildarinnar með ellefu stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×