Dunkin' Donuts opnar á miðvikudag Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. júlí 2015 19:22 Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira