Hvernig slapp Hafsteinn með gult spjald? | Sjáðu atvikið umtalaða í Vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 08:00 KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira