Þrjár konur voru handteknar í Glasgow í Skotlandi eftir að hafa veist að manni á meðan sýningu myndarinnar Fifty Shades of Grey stóð. Málið er til rannsóknar.
Skoska blaðið Daily Record segir frá því að fórnarlamb árásarinnar hafi beðið konurnar um að hafa hljóð á meðan myndinni stóð. Sky fréttastofan hefur eftir eigendum kvikmyndahússins að allir hafi sloppið ómeiddir frá árásinni.
Samkvæmt skosku lögreglunni eru konurnar 31 árs, 38 ára og 51 árs.
