Lífið

Sögulegar sættir

Jakob Bjarnar skrifar
Vinir á ný. Mörgum hlýnaði um hartarætur þegar þeir rt og eir heilsuðust innilega um helgina en árum saman var ískalt þeirra á milli.
Vinir á ný. Mörgum hlýnaði um hartarætur þegar þeir rt og eir heilsuðust innilega um helgina en árum saman var ískalt þeirra á milli. bblöndal
Gestir í útgáfuhófi nýja blaðsins Stundarinnar, sem haldið var á föstudaginn, ráku upp stór augu og hlýnaði mörgum beinlínis um hjartarætur þegar þeir sáu fornvinina Eirík Jónsson, ritstjóra Séð og heyrt, og Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, heilsast innilega.

Eiríkur og Reynir, sem báðir eru gamlir í hettunni, unnu í áraraðir náið og vel saman, meðal annars á DV, þá á Fréttablaðinu og aftur á DV auk þess sem þeir voru með vinsæla útvarpsþætti á Talstöðinni og Útvarpi Sögu. Síðan myndaðist vík milli vina og andað hefur köldu á milli þeirra um árabil. Þetta var í kjölfar þess að Reynir lagði DV undir sig en ekki er almennilega vitað hvað kom upp á milli þeirra vina og vopnabræðra. En, síðast flugu skeytin á milli þeirra í haust þegar vefsíða Eiríks, eiríkurjónsson.is, var notuð til þess að greiða fyrir hlutabréf í DV í átökum um yfirráð yfir blaðinu sem lauk með því að Reynir var hrakinn burt.

En, allt er gott sem endar vel, lengi lifir þó í gömlum glæðum og þessir gömlu félagar heilsuðust innilega og slógu á létta strengi svo eftir var tekið. Reyndar heyrðist því fleygt að þeir hafi rekist hvor á annan á bensínstöð fyrir nokkru, og þá þannig að ekki var fullur fjandskapur þar á milli en þarna náðust þessar söglegu sættir á mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×