Erlent

ÖSE vilja komast til Debaltseve

Vísir/EPA
Eftirlitsemenn frá ÖSE öryggis og samvinnustofnun Evrópu, ætla í dag að gera aðra tilraun til þess að komast inn í bæinn Debaltseve í Úkraínu þar sem bardagar hafa haldið áfram linnulaust þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi í landinu á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á sunnudag.

Aðskilnaðarsinnar segja að í ljósi þess að þeir hafi umkringt bæinn fyrir nokkrum dögum skuli litið á það sem svo að hann lúti þeirra stjórn, en í bænum sjálfum er hinsvegar herdeild frá stjórnarhernum.

Eftirlitsmönnunum var neitað um aðgang að bænum í gær og segjast aðskilnaðarsinnarnir vera í fullum rétti til að skjóta á svæðinu þar sem það lúti þeirra stjórn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×